að týnast í skýjunum

Hér býr lítill snáði sem veltir sér í hringi til að komast áfram. Hann er ennþá of lítill til að skríða, en hann reynir. Ég lít af honum eitt augnablik og þá er hann kominn hinu megin á teppið. Alltaf á leiðinni út í heim. Svo er spriklað með alla anga út í loftið, frussað af öllum kröftum og brosað út að eyrum. Þessi engill. 

Þegar veðrið er eins og það er núna finnst mér yndislegt að fara út í göngutúr, leyfa vindinum að blása framan í mig og anda að mér fersku lofti sem ber með sér ilminn af komandi frosti.

Ég fór út á svalir í dag og týndist í skýjunum.

Nú er hikstað og kvartað og hlegið í bland. Svefngalsi hjá litlum gaur. Ég ætla að fara og kúra með hnoðranum mínum.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.