nýtt ár og dýrindis fyrirheit

Það er strax komið nýtt ár. Og ég er búin að láta laga gleraugun mín. Það eru mörg áramótaheitin sem hringlast um í kollinum á mér en ég ætla ekki að segja frá þeim hér. Það er nefnilega staðreynd að ef maður kjaftar frá þá gerast engir töfrar. Svo ég ætla að bíða og sjá, krota hér daglega og dansa í úrkomunni og þá kannski gerist eitthvað stórkostlegt.

Það eru fjórir dagar liðnir af nýja árinu og við höfum þegar fengið að baða okkur í dæmigerðu íslensku veðurfari. Þegar snjór, rigning og rok taka sig saman og búa til eitthvað alveg sérstakt með smá dassi af sólargeislum.

Mér finnst svo fallegt hvað allir vilja vera betri manneskjur þegar nýtt ár birtist með sprengjum og látum. Allir vilja lifa meira og láta gott af sér leiða. Hvað ef við myndum breyta þessu í mánaðarheit? Í byrjun hvers mánaðar setjum við okkur markmið sem síðan breytast í eitthvað alveg nýtt og betra í næsta mánuði? Þá endast þau allt árið. Og hver mánuður verður eins og falleg mynd sem máluð er á hvítan striga. Einstakur. Spennandi. Litríkur. Fallegur.

Ég ætla að minnsta kosti að taka mér tíma til þess að gera hluti. Alla þessa hluti sem ég er með skrifaða niður á lista út um allt í sálinni og hér og þar í huganum. Í hverjum mánuði ætla ég að mála fallega mynd.

0
Share:

2 Comments

  1. Jóhanna
    January 5, 2013 / 12:05 pm

    Gleðilegt ár elsku fallega þenkjandi frænka mín, Mikið er kunnuglegt þetta með miðana og plönin sem við skrifum ýmist á blöð eða í huga okkar, ég gleðst mjög ef mér tekst að framkvæma einn fjórða af öllum draumum og plönum hvers árs en án draumanna og nýrra hugmynda væri lífið lítils virði.Njóttu hamingjunnar því þá endist hún lengur hjá þér gullið mitt. Knús Jóa

  2. Asta B. Schram
    January 15, 2013 / 5:04 am

    Vel mælt, Anna Lilja.

Leave a Reply

Your email address will not be published.