hugs um nótt

Mig langar að skrifa litla sögu um eitthvað lítið og einstakt. Eins og snjókorn. Eða vettlinga sem litlir fingur hafa skilið eftir á jörðinni. Eða táslur sem læðast. Regndropa á grein eða fuglshjarta sem tifar.

Bíllinn minn dansaði á veginum í kvöld þegar ég flýtti mér aðeins of mikið. Hálkan er ekki vinur minn. En ég vann. Yfirbugun hálkunnar var algjör.

Einu sinni þá fylgdu augun mín snjókorni til jarðar. Það var létt og fagurt, kristaltært á alla kanta og sveif konunglega til jarðar. Í dag reyndi ég það aftur. En snjókornið þaut að mér og klesstist á nefinu mínu.

Nú er nótt og hugurinn farinn í frí.

0
Share:

1 Comment

  1. Anna B.
    January 6, 2013 / 3:37 am

    Nammi gott fyrir hugsa og sál 🙂 Takk ljúfan!

Leave a Reply

Your email address will not be published.