ef þú nennir

Þó glitrandi frostrósirnar séu fallegar þá eru þær líka hættulegar. Sérstaklega núna á götum Reykjavíkurborgar. Fariði varlega.

Mig langar svo að fá annars konar póst heldur en reikninga. Ef þú ert í útlöndum og hefur ekkert að gera þá máttu alveg senda mér sniglapóst og deila ævintýrum þínum. Ef þú nennir. Þú mátt líka búa í Reykjavík og hafa ekkert að gera. Og senda mér þá sniglapóst. Ef þú nennir.

Ég held að ég baki pönnukökur í kvöld.

Það er fegurð allt í kringum þig. Opnaðu augun og horfðu dýpra.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.