nokkur íslensk orð og hugrenningar

Það er skrítið hvað það er erfitt að skrifa nokkur falleg orð á íslensku þegar hugurinn hefur nánast starfað á ensku síðustu vikurnar. En ég sakna íslenskunnar. Svo ég ætla að reyna að standa mig betur hérna líka. Það gefur mér svo mikið að fá að deila hugrenningum mínum með ykkur.

Það sem hefur drifið á daga mína er einfaldlega þetta. I’m married!! Ég trúi því varla – þetta hefur allt verið draumi líkast. Og við erum svo hamingjusöm í litlu íbúðinni okkar. Að fá póst hefur sjaldan verið eins skemmtilegt. Stílað á nafnið mitt á mitt eigið heimili! Svo mikið gaman 🙂

Ég bakaði smákökur um daginn í nýju hrærivélinni minni og gerði heiðarlega tilraun til þess að taka myndir af ferlinu. Það tók 7 daga. Eða svona næstum. Myndavélin mín fallega er orðin kölkuð og neitar að fókusa almennilega. En ég ætla að fara í gegnum myndirnar á næstu dögum og leyfa ykkur að sjá afraksturinn 🙂 Svo væri ekki verra að eignast nýja myndavél…

Það er drungi að kuðla sér saman á himnum. Rigningin mun því sennilega heiðra okkur með nærveru sinni í dag líka. Sem er allt í lagi. Það er bara nokkuð kósí eftir allan hitann sem við höfum fengið undanfarna daga. Ég vona nú samt að sólin hafi ekki alveg yfirgefið okkur ennþá. Haldiði ekki að nokkrir geislar hafi trítlað niður um leið og ég setti punktinn fyrir aftan síðustu setningu! Hún er þarna sólin, hún er bara í fríi í dag.

0
Share:

2 Comments

  1. Jóhanna María Friðriksdóttir
    August 9, 2012 / 10:20 pm

    Hvað er fína myndavélin að klikka? En já ég bíð spennt eftir boði í sætu íbúðina ykkar, hlakka til að sjá þetta hjá ykkur sætu hjónum.

  2. annalilja
    August 10, 2012 / 8:40 am

    Oh já :/ Þessi elska er eitthvað að gefa sig… enda orðin forngripur miðað við þróunina á þessu sviði, svei mér þá 🙂 Já ég hlakka svo til að fá þig í heimsókn yndisleg! Þetta er að verða svo fínt hjá okkur 😀

Leave a Reply

Your email address will not be published.