eitthvað svona sumarlegt

Það rignir svo mikið að mig kítlar í nefið. Kannski er það bara kvefið. En droparnir eiga sinn þátt í því. Rigningin er eitthvað svo kósí þessa dagana. Ég man ekki eftir að hafa upplifað dropafallið á þennan hátt. Það er friður í regninu. Svolítið eins og snjórinn sem breiðir úr sér yfir allt. Regnið umvefur allt. 

Mig langar að segja eitthvað fleira og tala um eitthvað annað en veðrið en hugurinn minn starir á skýin og er stopp þar. Mig langar að gera eitthvað fleira sumarlegt. Eins og að vaða og busla í vatni. Eða kveikja varðeld. Klífa fjall. Borða jarðarber…

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.