Hugarvitleysa

Sumarið er að koma. Ég heyri það skríða upp úr jörðinni og út úr trjánum og í gegnum skýin. Yndislegt.

Þegar allt er í rugli í huganum þá er svo gott að geta komið hingað og skrifað einhverja hugarvitleysu.

Mister mánuður maí hefur skotið upp kollinum og það hvarflaði að mér um daginn að þetta sumar verður dásemd. Og svolítið klikkað. Stútfullt af tilfinningum og nýjum hlutum. Hlátri og fegurð. Og það styttist í það. Jæks – á góðan hátt.

Ætli ég þurfi ekki að fara að koma mér í formið fyrir herlegheitin og dusta rykið af hlaupaskónum. Svei mér þá.

0
Share:

1 Comment

  1. Sahara Rós
    May 2, 2012 / 10:32 pm

    Alltaf jafn yndislegt að lesa skrifin þín! Þú ert svo hæfileikarík!

Leave a Reply

Your email address will not be published.