Snjókorn

Það snjóar og snjóar. Hvít snjókorn og fullkomlega skapaðar flygsur umkringja Ísland. Þær þeytast í allar áttir, í hringi og út og suður. Allt er hvítt. Eins og óskrifuð blaðsíða. Eins og nýtt upphaf. Hvert korn er einstakt, ekkert er eins. Eins og mannfólkið. Þau eru misjöfn að stærð og gerð og lenda í ýmsu – misgóðu – á leiðinni til jarðar, en öll eru þau ótrúlega falleg. Eins og við.

 – Eitt lítið snjókorn.

0
Share:

2 Comments

  1. Anonymous
    January 18, 2012 / 11:09 am

    Ohh, takk fyrir þessi fallegu orð í morgunsárið Anna mín! Eigðu hann góðan 😉 Kveðja Perla.

  2. Sahara Rós
    January 18, 2012 / 12:09 pm

    Fallegt og saklaust eins hvítur og snjórinn 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.