Orð á frost-stangli

Heimurinn breyttist í ævintýri í dag.

Ég datt líka ofan í snjóinn og týndist næstum því.

Fékk mér óvart kók.

Hugsaði mikið – og reyndi að fylgja einu snjókorni með augunum.

Fór í koddaslag.

Sat í sófanum og fann hvað það er ótrúlega kósí að hlusta á vindinn blása fisléttum frostrósum aftur til himins – eða svona hér um bil.

Það er tilfinning í sálinni sem hreiðraði þar um sig í morgun.

Það er eitthvað við snjóinn…

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.