Af sannri ást og lífinu…

Ég sat í sófanum og var að skoða brúðkaupsblöð í gærkvöldi. Í sömu andrá og augun mín gleypa í sig eina fegurstu brúðkaupstertu sem ég hef séð kemur systir mín trítlandi niður stigann með tölvuna í fanginu og heimtar að fá að sýna mér myndband á youtube. Á skjánum birtist eitthvað voða krúttaralegt strákaband syngjandi væmin tilbúin ástarlög – og litla skvísan hellti óðamála úr skálum krúttleikans. “Hann er sko uppáhalds þessi hérna!” Ég gat ekki annað en brosað. Að vera sextán og skotin í sætum söngvara. Æ æ. Sú var tíðin. Í dag er ég ástfangin af sætasta söngvaranum. Ég hélt áfram að fletta blaðinu á meðan lagið rúllaði áfram. “En varstu búin að heyra þetta?” spurði hún svo og ég bjóst við að á skjáinn kæmi annað lag í svipuðum dúr. Þess í stað datt blaðið á gólfið og augun límdust við skjáinn og fylltust af tárum. Þetta var lag sem ég heyrt margoft í útvarpinu – oft þegar ég er að vinna og ekki að hlusta almennilega á orðin. En þetta snerti við mér á magnaðan hátt. 

Þetta er Chris Medina að syngja lagið sitt What Are Words. Hann syngur það til unnustu sinnar sem lenti í hræðilegu bílslysi og varð fyrir miklum heilaskaða. Hlustið á orðin. Horfið á myndbandið. Þetta er falleg ást. Sannari og dýpri en margir kynnast á lífsleiðinni.

Lífið er ekki sjálfsagt. Það er gjöf. Það er líka hverfult og aðstæður okkar geta breyst á einu augnabliki. Við ættum að nota þennan tíma sem okkur er gefinn hér á jörðinni til að létta undir með öðrum. Sýna kærleika – umhyggju – góðvild. Þú veist aldrei nákvæmlega hvað manneskjan við hliðina á þér er að ganga í gegnum. Eitt bros getur breytt rigningu í sólskin.

Make this day count. 

0
Share:

3 Comments

 1. Sahara Rós
  January 27, 2012 / 1:30 pm

  Augum mín eru við það að fara rigna :') Fallegt regn. Þau skína eins og sólin eftir fallegum lestri sem þessum. Þú ert eins og regnbogi sem breytir regnnfalli í fegurð! Love you!

 2. Kristinn
  January 30, 2012 / 10:27 am

  Mjög gott lag, og enn flottara blogg! 🙂 love! :*

 3. Katrín Ingibergs
  May 3, 2012 / 9:05 am

  svo flott ord anna mín – tau veita mér innblástur og gledi.

Leave a Reply

Your email address will not be published.