Snjóenglar og hálfur súkkulaðikassi

“Það er alveg einstaklega spennandi að fylgjast með bílnum mínum drukkna í snjó.” Þetta var skrifað í gær þegar ég sat við gluggann í vinnunni og fylgdist með snjónum henda sér til jarðar í stórum mjúkum flygsum. Það var líka alveg einstaklega gaman að skafa af honum í 20 mínútur eftir vinnu – með kúst og sköfu að vopni! Ég hefði getað lagst ofan á hann og gert snjóengil – en ég gerði það ekki. Ein samstarfskona mín gerði það hins vegar um daginn. Hún hljóp út á plan þegar enginn sá til, valdi sér góðan stað og henti sér í snjóinn – eða öllu heldur brölti niður á jörðina í stuttum kjól og nælon sokkabuxum – og gerði snjóengil. Á bílastæðinu. Síðan kom hún inn, brosandi kjánalegu brosi alveg út að eyrum með snjókorn í hárinu og út um allt. Við hlógum öll.

Núna sit ég líka í vinnunni. Það er lítið að gera. Við sitjum hér tvær, með kaffibolla og búnar með hálfan súkkulaðikassa. Jólalögin dilla sér heillandi í bakgrunn og jólatré teygir úr sér fyrir framan okkur. Ég blogga um aðgerðaleysið, hún spilar tölvuleik. Þetta er nú meiri dagurinn. Ég er að hugsa um að henda mér í snjóinn eftir vinnu og gera einn snjóengil. Svona í tilefni alls.

0
Share:

3 Comments

 1. Sahara Rós
  December 2, 2011 / 11:11 pm

  Elsku snjóenglarnir! <3 Þú ert æði!

 2. Annie
  December 4, 2011 / 10:56 am

  Vá hvað ég er ánægð með samstarfskonu þína! Þú hefðir átt að segja: Ég kem með þér!! Hihi 😉 Annars hljómar vinnan þín kósý, ljúf og skemmtileg þar sem þú getur drukkið eins mikið kaffi og þú vilt, setið þegar þig langar, kíkt í tölvuna þegar þig langar, bloggað um allt og ekkert þegar þig langar, hlustað og dillað þér við jólalögin þegar þig langar… Þetta er lúxus vinna, njóttu þess! 😀

 3. annalilja
  December 5, 2011 / 2:39 pm

  Haha, það er nú ekki alveg þannig Anna Bergljót mín 😉 En það koma stundum dagar inná milli þar sem það er bara ekkert að gera! Og þá er maður duglegur að nýta þá í alls konar kjánaskap 😛

Leave a Reply

Your email address will not be published.