Það er kítl í sálinni minni. Það minnir mig á fuglatíst. Ofurlítið og agnarsmátt.
Það er svo margt nýtt að gerast í lífinu mínu. Það er hvíslað “fullorðins” úr öllum hornum. Ég ætla að njóta hvers kafla.
Ég fékk lánað heilt kíló af brúðkaupsblöðum. Nú er það konfekt fyrir augun á hverju kvöldi – jibbí! Skipulagið komið á fullt og pennar í öllum regnbogans litum hafa verið dregnir upp á yfirborðið. Listagerð í hæstu hæðum.
… 🙂
0
Every girl's dream come true <3 🙂 Þú ert yndisleg! Falleg blogg hjá þér! Knús :*