Nigella’s kitchen

Eftir kvöldmatinn þá settist ég niður fyrir framan sjónvarpið með ilmandi kaffibollann minn og súkkulaðimolana tvo og tók saumadótið í hendurnar. Fréttirnar rúlluðu áfram í takt við sporin mín á striganum en ég hafði varla fyrir því að líta upp, þvílík dásemd sem það er að sauma þetta verk! Þangað til Nigella koma á skjáinn. Ég verð að viðurkenna að ég var einfaldlega að uppgötva þessa listakonu. Hún er snillingur. Fullkomlega breskur hreimur, hundrað dásamleg lýsingarorð og allt svo einfalt og fallegt. Yummy! Ég er komin með nýtt áhugamál: Eldhúsið og öll þau undur sem verða til þar.

0
Share:

2 Comments

  1. Kristinn Þór
    November 11, 2011 / 2:09 pm

    Aha! Nú dastu í gildru 🙂 Nú veit ég að þú hefur áhuga að búa til svona, og þá verðurðu að búa til svona fyrir mig!

  2. Katrín Ingibergs
    November 14, 2011 / 4:37 pm

    anna á ad drepa mann med tessu videoi!! mmmm nú langar mig í súkkuladimús mmmm

Leave a Reply

Your email address will not be published.