Kaffibollinn, saumalína og allt sem er kósí

Ég kúrði undir sæng í gær eftir að ég kom heim úr vinnunni og lét hugann reika niður minningabraut bloggtíðarinnar. Eftir hálftíma kúr þá vippaði ég af mér sænginni og stalst í tölvuna og skoðaði gamlar bloggfærslur frá því í denn. Mikil ósköp var það skemmtilegt og það minnti mig á hvað það er gaman að hnoða saman þessa texta og pælingar um lífið og dagrenningar. Síðasta árið hef ég ætlað að byrja aftur af fullum krafti en einhvern veginn hefur hversdagsleikinn komið í veg fyrir það. Núna hins vegar mun textasmíðin gefa hversdagsleikanum líf. Og ég meina það í þetta skipti.

Það er svo gaman að lifa! Ég kom við í Te og Kaffi í gær og gæddi mér á einum besta kaffibolla sem hefur ratað inn fyrir mínar varir. Svei mér þá. Sálin mín steig dans af kátinu. Ég byrjaði líka að sauma dulítið sem ég hef ætlað mér að gera í heilt ár. Skelli kannski mynd af því inn við tækfæri… en þó ekki fyrr en það er komið svolítið áleiðis.

Bókin þessa vikuna er eftir Jonas Jonasson: Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Hún er skemmtileg. Hingað til að minnsta kosti. Sjáum hvernig það fer.

Kveikti lítil kertaljós í dimmunni í gærkvöldi. Svo yndislega kósí.

0
Share:

4 Comments

 1. Hildur Kj
  November 9, 2011 / 11:21 am

  Úúúú… ég er forvitin að vita hvað þú ert að sauma! 😛 og mér líst fanta vel á að þú ætlir að halda blogginu áfram! Hlakka til að fylgjast með! 🙂

 2. Jóhanna María
  November 9, 2011 / 2:20 pm

  Vei. Gaman. Hvað er verið að sauma?Hlakka líka til að heyra af íbúðarmálum dæta frænka.

 3. annalilja
  November 10, 2011 / 4:13 pm

  Saumið verður leyndó þangað til ég verð komin aðeins lengra með það 😀 En það er ótrúlega fallegt og svo mikið gaman að sauma það 🙂 Þú verður bara að fylgjast með Jóhanna mín 😉

 4. Kristinn Þór
  November 11, 2011 / 2:01 pm

  Ég veit hvað hún saumar… uppboð? byrjum á 500 kr.

Leave a Reply

Your email address will not be published.