Aðventan, jólaperlur og kósíheit

Það er komin aðventa í húsið. Ljósastjörnur hanga í gluggunum og húsið angar af piparkökum og mandarínum. Mamma sat í gærkvöldi og föndraði fallegasta aðventukrans sem til er. Hún er svo hæfileikarík hún móðir mín. Þegar við komum inn úr snjónum voru grenigreinar út um allt, Frank Sinatra á fóninum að syngja jólaperlur og súkkulaðimolar að hrynja ofan í skál.  Í dag var stemningunni haldið áfram og við fjölskyldan sátum inni í stofu, kveiktum á fyrsta kertinu og gæddum okkur á yndislegu aðventukaffi. Núna er Carola að syngja um jólin á norsku. Það hefur hún gert á þessu heimili frá því ég man eftir mér. Ekkert nema kósí.

0
Share:

2 Comments

  1. Kristinn Þór
    November 29, 2011 / 5:05 pm

    Hljómar vel! Og já, aðventukransinn er mjög fallegur! 🙂

  2. Asta B. Schram
    November 30, 2011 / 1:00 am

    Yndislegt! Við bjuggum líka til aðventukrans um helgina, kveiktum á fyrsta kertinu á sunnudagskvöld og sungum: Við kveikjum einu kerti á. Aðventan er yndislegur tími.

Leave a Reply

Your email address will not be published.