Ímyndað ferðalag með súkkulaði í vasanum

Sko. Ég er með eitt vandamál. Það heitir súkkulaði. Hvers vegna er svona erfitt að lifa án þess? Og hvers vegna ætti ég yfir höfuð að gera sjálfri mér það að sleppa því? Það er komið af grænmeti… einhver mótmæli? Nei, hélt ekki. Það er gott fyrir hjartað. Lyftir upp sálarkorninu eitt augnablik. Það heillar, bráðnar vel í munni. Bragðgott ferskt úr ísskápnum, brakandi úr umbúðum eða heitt með hvítum rjómatoppum. Það iljar og gleður – er algjört augnayndi. Ég sé bara ekki hvers vegna ég ætti að neita mér um súkkulaði.

Það er eitt sem er svo skemmtilegt að gera. Fara í ferðalag um IKEA. Ráfa um mismunandi stofueiningar og ímynda sér að maður eigi heima þar – geti sest niður með rjúkandi kaffibollann og kúrt sig niður í sófann með góða bók. Síðan liggur leiðin yfir í eldhúsin – baka eina köku hér og þar og henda sér svo í rúmin eitt af öðru. Innkaupalistinn verður sífellt lengri í huganum og ímyndaða heimilið verður bara betra með hverri beygjunni. Jæksabí.

Það er lítið sem gefur mikið.

0
Share:

2 Comments

  1. Anonymous
    September 19, 2011 / 9:58 pm

    ég neita mér ekki oft um súkkulaði og ég bý til grænmetissúkkulaðiköku sem er best í heimi!kv. .árný

  2. Anna B.
    September 23, 2011 / 7:45 am

    Ég lærði að súkkulaði er í alvöru gott fyrir mann (reyndar 70% og meira) Því hærri prósenta sem það er, því hollara 😉 Því líkt og þú segir þá er það grænmeti ooog inniheldur t.d. andoxunar efni (sem er gott gegn umhverfinu/mengun), alls konar hamingju-gleðiefni sem hafa mörg áhrif á líðan manns og svo er það mjög gott fyrir húðina, sérstaklega að bræða það og smyrja því á andlitið og kroppinn.. án gríns! Skrifin þín eru engu lík *GLEÐI*

Leave a Reply

Your email address will not be published.