Busl í polli og litasprengjur

Hvers vegna hleypur tíminn frá okkur? Ég er komin með fráhvarfseinkenni, kítl í fingurna sem ég skilgreini sem blogg-leysi. Bætum úr því.

Ég sá litla fuglafélaga busla í skítugum polli um daginn. Það var yndisleg sjón. Þeir voru fimm saman, blakandi vængjunum ótt og títt eins og þeir væru að klappa saman lófunum. Vatnið skvettist í allar áttir, á þá og hina og út um allt. Ég brosti í hjartanu.

Haustið dillar sér í loftinu. Ég finn það í vindinum, ferska blænum sem læðist ofan í lungun. Trén eru í keppni um það hvert þeirra verði fyrst til að skipta um föt. Eins og lítill bróðir og lítil systir gera stundum í leik – hvort þeirra sé fyrst til að hátta sig. Laufin eru gul og rauð – takast svo í hendur og verða appelsínugul. Grænu laufin sitja hjá og horfa öfundsjúk á litadýrðina. En það sem þau vita ekki er að græni liturinn gerir hina ennþá fallegri. Haustið er gleðisprengja.

0
Share:

2 Comments

  1. Hildur Kjartansdóttir
    September 19, 2011 / 1:17 am

    Eftir að þú settir síðuna í bookmarks hjá mér þá hef ég kíkt oft … it worked! ;)Hlakka til að lesa næsta blogg frá þér! 🙂

  2. Hendrikka
    September 19, 2011 / 8:44 pm

    lýsir haustinu vel, elska lifandi orðin þín, gleðin fellur yfir nýju bloggi frá frú Önnu Lilju

Leave a Reply

Your email address will not be published.