Skýjakrílin…

Skýjakrílin eru með samkomu á himnum. Þau fella tárin eitt af öðru. Mikið vildi ég að þau hefðu vit og myndu flýta sér yfir til Afríku og þangað sem þeirra er meiri þörf. Ef ég gæti þá myndi ég safna þeim í umslag og senda þau með hraðpósti.

Það lítur ekki út fyrir að mér takist að halda mig við áskorunina. Tíminn er að flýta sér svo mikið að dagurinn er búinn áður en maður veit af. En ég hef líka örlitla afsökun. Nú fer þetta í aðeins meiri forgang.

0
Share:

1 Comment

  1. Sahara Rós
    September 13, 2011 / 1:44 pm

    Váááá haha! Þessi myndlíking var æðisleg! Þú ert snillingur, listakona af Guði gerð 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.