Gullmolar í hversdagsleikanum

Það er sannleikur að lífið þýtur hjá án þess að maður taki eftir því. Til dæmis – mánudagar eru furðulega fljótir í hversdagshlaupinu. Sama hvernig á það er litið, mánudagur er alltaf kominn aftur. Það er þess vegna svo dásamlegt þegar hugurinn hægir á sér, tekur sér tíma til þess að horfa í kringum sig og taka eftir þessum litlu gersemum sem leynast í hverjum einasta degi. Í gær sá ég fjólublá fjöll – undurfalleg í fjarskanum. Í síðustu viku keypti ég mér hvítan vönd af krísum. Mér leið eins og Önnu í Grænuhlíð þar sem ég rölti út úr Kringlunni með innkaupapokann í annarri hendi og veglegan blómvöndinn, innpakkaðan í hinni. Þau standa ennþá á borðinu inni í stofu og lífga uppá dagana. Um daginn sá ég mynd sem gaf mér svo mikið knús í hjartað. Hún heitir Flipped – algjör gullmoli sem kítlar táslurnar. Leitið að gullmolunum, þeir eru alls staðar!

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *