Elsku Noregur

Það er skuggalegt ský sem liggur yfir Reykjavík. Og vindurinn veit öll leyndarmálin því hann getur varla þagað, þjótandi á milli trjánna. Ég reyndi að hengja upp þvottinn úti í garði en það gekk heldur brösulega þar sem hann réðst á mig með hverri vindhviðu. Það er örlítill fugl að leika sér í storminum fyrir utan gluggann minn, með útbreidda vængina vaggar hann í vindinum eins og við myndum fljóta á öldum hafsins. Skýin þjóta og laufin hringla. Ætli það sé samúð með elsku Noregi sem hangir yfir öllu?

0
Share:

1 Comment

  1. Baladas Mp3
    July 24, 2011 / 5:03 pm

    My sweet friend, I translated your blog, very nice and interesting you site.When you want to take refuge in good ballads of yesterday, today and forever in all languages and genres I invite you to visit my blog and listen me.From this Saturday July 23 th I pay tribute to music of Scandinavia.I am a broadcaster of Argentina.Best regards from Rosario-ArgentinaAlbert.

Leave a Reply

Your email address will not be published.