Vetrarfuglar og hlæjandi sólin

Það er skrítinn heimur sem sést í gegnum linsuna á ljósmyndavél. Hann er einhvern veginn töfrandi. Stundum sér augað ekki sköpunarverkið fyrr en linsan rammar það inn. Þessir undursmáu vetrarfuglar tístu sig inn að hjartarótum einn kaldan dag í vetur. Ég man að ég velti því fyrir mér hvað þeir hefðu að segja við hvern annan. Í kapphlaupi að næsta brauðmola byrjaði svo að rigna frostrósum. Þvílíkt fjör.

Á sólardögum ætti að vera lögbundið frí með launum í kaupæti. Sólin hló á himnum og dreifði geislum sínum meðal mannfólksins – á meðan sat ég inni við skrifborð og horfði löngunaraugum á athæfið. Ég reyndi að laumast út um gluggann – hann er stór – en það tókst ekki. Sólin hló að mér og dillaði sér.

Ef mér tekst ekki að blogga á morgun þá tekst mér það á sunnudaginn. En ekki fyrr. Ég er að fara að ná mér í innblástur úti í sveit. Þrír og hálfur dagur, umvafin í náttúrufegurð og ferskt fjallaloft. Yndisleikinn er skrifaður yfir það allt.

0
Share:

1 Comment

  1. Anna B.
    June 23, 2011 / 1:27 am

    Aw jei!! Yndisauki like always :DÞú að fara út í sveit, frí sem sagt.. váh njóttu í tætlur!! Koss

Leave a Reply

Your email address will not be published.