Sæt ský og sippuband

Ég veit. Ef ég ætla mér einhvern tíman í veröldinni að verða rithöfundur þá verð ég að gjöra svo vel og skrifa að minnsta kosti eitt blogg á dag. Þýðir ekkert minna. Nú fer þetta í forgang. Og hana nú.

Þegar ég var keyrandi heim í morgundögginni í vikunni litu augu mín til himins og glöddust yfir sætustu skýjum sem sett hafa svip sinn á festinguna. Jarðaberjableik og mjúk í útliti, frosin á bláum fleti. Ætli þau hafi ekki verið sumarboðar. Sumarið hefur verið að kíkja á Ísland einn dag og annan dag í vikunni en stoppar ekki lengi. Það er eitthvað feimið við þessa Íslendinga sem vippa sér úr að ofan (karlmenn) og í bikinífötin (kvenmenn) um leið og geislarnir teygja sig fram úr skýjunum. Ég fékk að minnsta kosti fleiri freknur á nefið.

Bókin á náttborðinu mínu þessa dagana heitir The Secret Garden eftir Frances Hodgson Burnett. Mér finnst hún svo yndisleg. Þegar söguhetjan fékk sippuband að gjöf og sippaði í sig lífskraftinum þá gat ég ekki annað. Ég fór út í búð og keypti mér sippuband.

Ljósmyndaáskorunin er byrjuð. Eða hún byrjar í næstu færslu.

0
Share:

3 Comments

 1. Sahara Rós
  June 21, 2011 / 6:06 pm

  Oh!! The Secret Garden er yndisleg! Þú ert yndisleg! Elska bloggin þín 🙂

 2. ingibjørg
  June 21, 2011 / 6:27 pm

  The Secret Garden ætti að vera skyldulesning !!!!! Yndislega falleg bók 🙂 En hvenær urðu jarðaber bleik? :S

 3. annalilja
  June 21, 2011 / 8:07 pm

  Jarðarberin eru sum bleik 🙂 ég lofa! Dökk-bleik 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.