Undanfarna daga þá hefur líðan mín einkennst af sérkennilegri tilfinningu. Ég áttaði mig síðan á því að það eru að minnsta kosti tveir hlutir sem hafa verið af skornum skammti í lífi mínu síðustu vikur – hlutir sem gefa lífinu mínu glans og hlýju. Hlutur eitt: tónlist. Hlutur tvö: skrif. Ég rauk upp í snatri og furðaði mig á því hvers vegna í veröldinni ég hafi troðið þessu tvennu ofan í kassa og inn í skúmaskot. Nú er nýtt fútt í tilverunni því það eru tónar sem tjútta í kringum mig og fingur sem sprikla á lyklaborðinu – og pennar sem vekja blaðsíður til lífsins. Ég skrifa því það veitir mér hamingju og fyllir sál mína af kítli. Það gefur líka minningum eilífan sjarma – ég vil ekki gleyma. Þess vegna tek ég myndir líka. Textar geta verið eins og myndir, ef þeir eru hnoðaðir vel saman. Það er kannski sniðug áskorun. Myndavélin mín er farin að rykfalla. Svona fer háskólanámið með mig. Ein mynd á dag og texti með – er það plan eða hvað?
0
bíð með eftirvæntingu eftir bók sem maður fær gæsahúð við að lesa..:)árný
það hljómar eins og æðislegt plan. ég fylgist allaveganna með.
Æðislegt að lesa skrifin þín! Do it!! 🙂 Þú átt þér tryggan aðdáenda ;)Sahara Rós =)