Freknur á nefið

Á vorin og sumrin kviknar nýtt líf í veröldinni. Allt sem veturinn svæfði svo undursamlega og breiddi yfir sína mjúku hnoðra-sæng hefur nú skriðið undan með grænan koll og sólskin á vörum. Ég geri tilraun til þess að vekja textaflóðið um leið. Kítla það í nefið. Kyssa það á kinn.

BA gráðan mín í ensku er komin til að vera. Útskriftin var á laugardaginn og flaug hjarta mitt um allan salinn og upp í himinn þegar prófskírteinið var komið í fangið. Nú tekur við stanslaus sumargleði og trylltur dans fingra minna á lyklaborðinu þar sem blómlegir textar munu vakna til lífs.

Ég stal nokkrum freknum frá sólinni um daginn og setti þær á nefið…

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.