Ævintýri…

Lífið er svo mikið ævintýri. Og ég er snillingur í að missa af því. Og ég er örugglega ekki ein um þá tilfinningu. En vá. Ég kem því ekki í orð. Lífið er svo mikið og djúpt en samt svo einfalt.

Ég átti yndislega kvöldstund með vinkonum í gærkvöldi. Allar á sinn einstaka hátt stórkostlegar. Og ég horfði í kringum mig og fékk risa-knús í hjartað. Ég er svo blessuð og heppin að eiga þær að.

Stundum finnst mér ég vera svo lítil. Svo agnarsmá. Ég kæmist einfaldlega inn í einn af regndropunum sem eru að þrífa húsið okkar að utan og gæti svifið með honum um allt í vindinum með VIP útsýni yfir Reykjavík.

Það er brjálað veður úti en ég ætla samt að reima á mig hlaupaskóna og berja mér leið í gegnum storminn.

0
Share:

2 Comments

  1. Annie
    February 1, 2011 / 6:52 am

    Mmmmh… :*

  2. Kristinn Þór
    February 13, 2011 / 6:09 pm

    Var þetta stelpukvöldið með Gunnhildi, Rakel og co.? Falleg orð yndið mitt! :*

Leave a Reply

Your email address will not be published.