Vinagleði umvafin stjörnubliki

Stjörnuglit á himnum. Bíltúr í myrkrinu með vindinn dansandi allt um kring. Vinaspjall og krúttlegur hlátur. Ljúffengur matur og jólaöl úr syngjandi glösum. Frostbitnar tær og yfirgnæfandi næturþögn. Spil og ilmandi súkkulaðisósa glitrandi á ísnum. Tónlist, andlitsskreyting og fleira myndrænt. En fallegast af öllu var vináttan, dillandi af hlátri undir stjörnubjörtum himni.

0
Share:

1 Comment

  1. Anna Bjé
    January 19, 2011 / 1:56 am

    Aww..! Þú ert yyyndisleg Anna Lilja :*Þetta var seinasta kvöldið okkar áður en ég fór út, right? Hihi..

Leave a Reply

Your email address will not be published.