Það er alveg magnað hvað maður eyðir tímanum í ekki neitt þegar frí skellur á. Ég var með langan lista yfir hluti sem ég ætlaði að gera í jólafríinu og hann er ekki einu sinni hálfnaður. Ætli ég verði ekki bara að byrja upp á nýtt og gera hann að lista yfir hluti sem ég ætla að gera á nýja árinu. Ég er þó að lesa 3 mismunandi bækur sem eru ekki skólabækur og það er afrek út af fyrir sig. Svo byrjar skokkið á morgun. Ætli mér takist að vakna snemma og taka einn hring fyrir vinnu?
0
Takk fyrir samveruna um jól og áramót, frænkan mín 🙂 Þú skellir þér með pabba þínum í blaðburðaskokkið á morgnana 😉 Mætir svo með rjúkandi kaffibollann í skólann 🙂 The Hobbit las ég í menntaskóla – mér fannst hún skrítin, enda hafði ég þá ekki kynnst Frodo 😉 Væri sennilega sniðugt að lesa hana aftur núna….. Áttu yndislegan dag, frænkukrútt <3