Stjörnuljós og yndislestur

Ljósadýrðin var svo sannarlega viðloðandi í gærkvöldi og Íslendingar kunna heldur betur að sprengja gamla árið með stæl. Fyrsti dagur ársins hefur runnið áfram með tilheyrandi gamlársþreytu og afgangs-stjörnuljósin fengu að lýsa upp kvöldmyrkrið. Ennþá heyrast hvellir í fjarska en snjórinn er hvergi sjáanlegur. Ég tiplaði á sokkunum út í garðinn til að sveifla stjörnuljósum og drekka í mig dýrðina frá síðasta gosinu. Fegurð og ljómi = bland í poka. The Hobbit spriklar á borðinu mínu og bíður eftir að vera lesinn. Þessi bók er yndisleg. Nú kúri ég mig við kertaljós og læt orðin streyma allt í kring.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.