Sprikl á morgnanna og fleira í þeim dúr

Hversdagsheitið hefur runnið út í sandinn eins og við var að búast. Ég mun samt halda mig við það eins vel og ég get. Færslurnar verða því kannski færri en merkilegri fyrir vikið.

Síðasta önnin mín í Háskóla Íslands hefur litið dagsins ljós og mun ég vinna hörðum höndum að því að klára þetta með stæl. Framhaldið er þó enn þakið móðu. Spennandi að sjá hvað kemur út úr henni þegar líður á árið.

Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun til þess að mæta í Pilates kl. 6 í morgun. Það er mikið afrek því það er ekkert betra en kúr á morgnanna. Sérstaklega vetrarmorgna. Og það er með eindæmum merkilegt hvað það eru margir sem hafa sig undan hlýjum ábreiðunum svona eldsnemma á morgnanna. Ég hef uppgötvað nýjan heim sem er fullur af lífi þegar hinn almenni heimur er sofandi eða á mörkunum að koma sér rólega af stað út í daginn.

Það er alltaf jafn tómlegt þegar jólatréð hefur verið tekið niður og öll ljósin og fallega skrautið er horfið ofan í kassa. Hversdagsleikinn hefur tekið við að nýju og verður maður að skreyta hann og lífga með öðrum ráðum. Brosi. Hlátri. Ævintýragjörningi. Góðum mat. Sprikli á morgnanna. Góðum bókum. Kósíheitum með súkkulaði-ívafi. Allt sem gefur gleði í hjartað.

0
Share:

3 Comments

 1. ingibjørg
  January 11, 2011 / 9:34 pm

  Gleði í hjartanu er miklu endingarbetri en jólaskrautið sem við tökum fram nokkra daga á ári, þó það sé líka yndisleg tilbreyting í skammdeginu 😉 Ég dáist að dugnaði ykkar frænkna – afslappandi pilates-sprikl hlýtur að vera góð byrjun á deginum!! Njóttu allra yndislegu augnablika dagsins, og deildu þeim með þeim sem verða á vegi þínum 🙂 Knús…..

 2. Kristinn
  January 17, 2011 / 4:24 pm

  Ég fíla góðar bækur… var að klára The TT 😀 það er góð bók… soldið öðruvísi en myndin.

 3. Annie
  January 19, 2011 / 2:21 am

  Satt! oog líka vinahangs, má ekki gleyma því, og kaffidrykkja 😉 Luuv

Leave a Reply

Your email address will not be published.