Allt á hvolfi og voða kósí

Vindurinn er í eltingarleik við sjálfan sig fyrir utan. Hann hleypur og hleypur, hraðar og hraðar hringinn í kringum húsið og reynir að grípa í skottið á sér. Eins og hundur. Mér tókst ekki að vakna í morgun til að byrja skokkið. Það kom mér reyndar ekki á óvart en ég mun reyna aftur. Feilið fólst í tveimur atriðum. Í fyrsta lagi þá eru svefnvenjur mínar komnar svoleiðis á hvolf að vinnudagurinn á sér enga von. Í öðru lagi þá er alltof notalegt að kúra í 10 mínútur og aðrar 10 mínútur og enn aðrar 10 mínútur. Þar til klukkan slær: Vinna!!! Og þá dugir lítið annað en að rjúka með látum í sturtuna og þramma svo frísklega niður brekkurnar. Ég get svo sem talið mér trú um að það jafnist á við skokkið. En það gerir það samt ekki. Önnur tilraun dagsins misfórst líka vegna vindsins. Teppið, heita súkkulaðið og góða bókin voru bara fyrri til að fanga athygli mína. Er það nú.

0
Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.