Here we go again…

Obbosí, það eru næstum því tvö ár síðan ég hripaði eitthvað niður hérna. Þetta er nú ekki hægt. Nú er árið 2010 að renna sitt skeið og árið 2011 að klæða sig í sparifötin. Það er alltaf svo mikil spenna sem fylgir áramótunum, ný tækifæri og nýir tímar hanga á öllum greinum og fleiri, fleiri mjallhvítar blaðsíður liggja fyrir framan okkur og bíða eftir að verða skreyttar með ævintýrum og kærleika! Vá, hvað þetta er spennandi 🙂 Ég finn á mér að þetta ár hefur eitthvað alveg einstakt uppá að bjóða og ég get ekki beðið eftir að smakka á því! Það er svolítil pressa á manni að strengja áramótaheit svo ég ákvað að láta verða að því. Árið 2011 ætla ég að henda hingað inn orðarunu af einhverju tagi á hverjum degi – there, I said it! Og í tilefni af því fæ ég mér súkkulaðimola, mmm, og það ekki í fyrsta skipti á ævinni…

0
Share:

2 Comments

  1. Anonymous
    December 30, 2010 / 9:06 pm

    Hlakka til að fylgjast með þér ! :D-Rósa

  2. Anonymous
    December 31, 2010 / 3:08 am

    Ást til þín yndið mitt! Ég les það sem þú skrifar! :*- Pons

Leave a Reply

Your email address will not be published.