Fagurhvít dagrenning

Ég vaknaði í morgun með sárt ennið. Lítill svefn og engin nenna í blaðburð. Ég drattaðist nú samt í fötin og út um dyrnar. Á móti mér flæddi þessi skínandi bjarmi frá nýföllnum snjóflygsum. Þær höfðu tekið höndum saman og breytt úr sér yfir allt sem augun mín sáu. Allt var fagurhvítt og svo hreint á að líta að ég þorði varla að hreyfa mig. Ég gat ekki annað en skokkað með blöðin og lítið bros á vörunum á meðan ég tók inn alla fegurðina. Mikið var gaman að bera út í morgun!

Síðustu tvo daga hef ég verið að reyna að basla við að koma internet.is/annalilja í gang á ný, með litlum sem engum árangri. Ó það vesældar-vesen. Ég kasta bara poppkorni í það.

Í gær varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá að stússast á ný! Bílnum var startað, bensínstöð var fyrsta stopp og svo var brunað af stað. Út um frosti lagðar grundir með músík í andrúmsloftinu. En þegar ég týndi Moggahúsinu var mér nóg boðið á sjálfri mér. Hver í veraldar-ósköpunum týnir Moggahúsinu? 🙂 Og ég hló upphátt, ein í bílnum, er ég brunaði áleiðis í kolvitlausa átt.

Ég get ekki annað en dásamað litla fuglinn minn. Hann skilur meira en bara bí-bí og alla hina rúllandi tónstigana. Það er augljóst að honum líður best í búrinu sínu. Þegar ég opna það til þess að hleypa greyinu út þá vippar hann sér að opinu, teygir fram gogginn, bítur í hurðina og lokar henni! Og ekki bara einu sinni, heldur alltaf. Over and over again. Takk fyrir mig pent :D. Hann hefur gáfur, þessi elska.

Hvað hefur orðið um blogg-menninguna? Ég man þá tíð þegar vinahringurinn bloggaði í takt við gjörninga hversdagsleikans…. 🙂

0
Share:

3 Comments

 1. Kristinn
  January 28, 2009 / 11:38 am

  Það hafa ekki allir svona mikið fallegt og yndislegt að segja ástin mín 🙂 allir eru tæpir á góðu bloggi þessa dagana, nema þú auðvitað… ;)Love!

 2. Annie
  January 30, 2009 / 12:33 pm

  Nákvæmlega!! Ég er sammála Kristni 😉 Eeen ég er að baka eitt stykki blogg í hausnum þessa dagana, það kemst vonandi einn daginn inn í tölvuheiminn. Þú ert yndislegur penni! Vakni bloggmenningin!-Bleller

 3. katrín
  February 27, 2009 / 4:52 pm

  ertu hætt að blogga anna mín?ég kíki hérna inn reglulega en ekkert nýtt komið.. 🙁

Leave a Reply

Your email address will not be published.