Blaðberi once again

Það er með ólíkindum hvað heilinn minn er vitlaust hannaður. Þegar ég er orðin yfirmig þreytt og skríð undir góðu sængina mína og hnuðla mig upp í köggul, algjörlega ready fyrir friðsælan svefn, þá fara ótrúlegustu hugsanir og pælingar að streyma. Eins og einhver hafi skrúfað frá krana þarna inni. Ég reyni að sussa á þær og banka í hausinn, biðjandi hann um að gjöra svo vel að hafa sig hægan, því sumir séu að reyna að sofa. En nei-nei… ég gæti allt eins verið að tala kínversku við hann! Og ekki batnar það þegar ég á að vakna eftir, tjah… eina og hálfa klukkustund, eins og tíminn er staddur um þessar mundir, til þess að dreifa morgunblaði inn um lúgur sofandi mannabarna. Blaðberi once again… ég er nú hrædd um það fólk-s. Skokkandi í hálkunni… augun mín verða í kross þegar að því kemur.

0
Share:

1 Comment

  1. Annie
    January 25, 2009 / 10:05 pm

    Æjh váh hvað ég kannast við svona, þetta er svo óþæginlegt þegar manni langar svooo að sofa :S En ef þig vantar félaga til að vaka með hihi þá veistu hvar mig er að finna 😉 Þú ert svo dugleg moggagella!! P.S. Pant fá að hjálpa þér aftur 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published.