Raindrops keep falling on my head

Prófin mín trítla hjá, eitt af öðru, í halarófu. Þau hverfa fyrir hornið, eitt af öðru, í halarófu. Ég á fjóra grallara eftir. Sýni þeim í tvo heimana, með hægri sveiflu og sparki í rassinn. Mikið verður ljúft að klára þessi ósköp og svífa síðan inn í yndislegt jóla-jóla með glimmer í augunum!

Minn brúr og litla ég höfum tekið upp þann dásemdar sið að finna okkur alltaf ákveðið theme-song fyrir prófatarnir. Það er aldrei meðvitað, það bara gerist. Í þetta sinn er það lagið um regndropana. Það léttir lundina og gefur okkur gleði-knús í hjartað. Mætum hvort öðru inn í eldhúsi, til dæmis, bæði að stelast í smá jólaöl til huggunar (því prófalærdómur er jú svo óskaplega pínlegur), og erum þá bæði raulandi lagið í okkar eigin heimi. Ég kann samt bara fyrstu setninguna. Raindrops keep falling on my head… La-la-la…

Ég var í strætó í gær, á leiðinni heim í skammdeginu, raulandi lagið í hugarheimi. Þá sá ég gamla konu. Hún var svo innilega krumpuð að brosið mitt fæddist samstundis. “Svona krumpuð væri ég til í að vera þegar ég verð gömul…” hugsaði ég. Það var ákveðinn fegurðarljómi yfir henni, með sínar mörgu krumpur og skemmtilegu.

Það eru frostnálar í loftinu.

0
Share:

2 Comments

  1. Annie
    December 12, 2008 / 1:53 am

    Mhm.. það verður sweet að labba út úr síðasta prófinu! 🙂 Gleeeðitilfinning! Hehe já.. þetta lag er svona ekta lag sem maður fær á heilann 😉 Gangi þér vel in das prúfen pumkin! Sé þig um helgina, gerum eitthvað brall 🙂

  2. Anonymous
    January 12, 2009 / 6:25 am

    krumpaðar gamlar konur eru æði, amma mín er einmitt pínu krumpuð! Sætust í geimi!knús á þig fagra fljóð :*kv. Lea

Leave a Reply

Your email address will not be published.