The wonders of the world

Púsluspil. Mig langar í nýtt púsluspil. Einhvern veginn þá tengi ég púsluspil alltaf við jólin. Ég púsla alltaf á jólunum. Ég verð að redda því fyrir þessi jól. En fyrst er það ritgerðin… og prófin…

Fyrir langa löngu setti ég mér það háleita markmið að skora alveg meiriháttar fótboltamark. Standa á miðjum vellinum, í boltagallanum, moldarslettur framan í mér og á mér, grasgræna í buxunum. Það er myrkur því það er kvöld, úðarigning umlykur allt og alla, ofbirtan frá vallarlýsingunni sker í augun. En mér er sama. Brjálaðir fótboltagaurar koma æðandi að mér úr öllum áttum. Ég sé bara markið. Skokka létt á staðnum og… dúsh! Hann flýgur fagurlega yfir völlinn, kalt kvöldloftið, brýtur sér leið í gegnum regnið. Markmaðurinn veit ekki sitt rjúkandi ráð og skelfingin læðist yfir svip hans. Í óðagotinu ætlar hann að hoppa í allar áttir samtímis… boltinn skellur í markinu og gaurinn (greyið) lendir flatur fyrir framan. “And that’s how it’s done…” 🙂

Það er svo auðvelt að gleyma því sem skiptir máli. Sérstaklega í nútímanum. Það eru svo margir sem gleyma að lifa núna. Lífið er núna, eins og síðasta færsla fjallaði um. Ég á bók. Gula bók. Og í henni er listi. Hann er langur og hann stækkar sífellt. Hann heitir “Things that make me happy”. Mig langar að deila með ykkur smávegis broti:

– vel þýddar skáldsögur

– litli lífsglaði maðurinn sem kom í vinnuna og gaf okkur mjólkurhristing for no reason einn góðan vordag

– latté með Jesú

– kickin’ it Jesus-style

– brownies

– penguins

– taka góða ljósmynd

– roadtrips út í buskann

– vita hvert ég er að fara

– rata þegar ég er að keyra

– smella síðasta púslinu í púsluspil

– glimrandi fornbílar

– þegar vini gengur vel

– skrifa bréf

– segja fyndin orð á ensku t.d. toseys

– sitja með tærnar ofaní læk in the middle of nowhere

– keyra þegar enginn annar er á veginum

– hljóðið í ritvél

– fara síðust út úr kvikmyndahúsi

– þegar prófatörn klárast

– hvernig lítil börn brosa

– heyra lag í útvarpinu sem vekur upp góða minningu

– fá bréf eða póstkort

– gamlar myndir af foreldrum mínum þegar þau voru ung

– the smell and sound of rain

– finna nýjan felustað

– breskur hreimur

– gamlar bækur… the way they feel and smell… og hvernig maður veit að þær hafa verið lesnar ótal sinnum

– kjánaleg samtöl

– explore the wonders of nature

Endilega ef þið hafið eitthvað til þess að bæta við listann, please do! Og hey, þið sem ákveðið að gleðja hjarta mig og kommenta að lestri loknum þá væri voða gaman ef þið mynduð smella í hnappinn sem heitir “Name/Url”, því þar getiði kvittað undir nafni. Þá sé ég hverjir það eru sem hinkra hér við 🙂

0
Share:

7 Comments

 1. Anna Elísa
  December 3, 2008 / 11:45 pm

  Þessi list-of-things-that-make-me-happy er nú dáldið sniðugur verð ég að segja. Ég held barasta að ég taki upp þennan sið 🙂 Maður fer ósjálfrátt að brosa þegar maður rennur yfir listann.Mér líst ótrúlega vel á þetta nýja blogg frænka mín 🙂 mikið svakalega ertu góður penni!

 2. ólijón
  December 4, 2008 / 5:47 pm

  Hey ég er með nokkur atriði í viðbót fyrir þennan lista.. -Þegar maður er búinn að vera lengi í fjallgöngu og sér fjallstoppinn í fjarlægð og maður hleypur öskrandi af stað til þess að ná toppnum.-Vera vel klæddur í hræðilegu veðri.-Komast í marknúna er listinn nánast fullkominn held ég;)

 3. Jóhanna María
  December 7, 2008 / 6:13 pm

  Hæhæ…Rosa flott nýja bloggið þitt ;)Haltu áfram. Þessi listi er æðislegur, það er svo margt sem gleður mann. T.d. þegar litlir krakkar segja einhverja heimspekilega hluti, litlu afríkubörnin að segja how are u og margt fleira. Þarf að hugsa þetta aðeins betur.Gaman að sjá þig á föstudaginn sæta, gangi þér vel í próflestrinum. Ég er allveg sammála þér með gleðina sem fylgir því að klára síðasta prófið…þvílíkt og annað eins. Get varla beðið 🙂

 4. Kristín Rut
  December 7, 2008 / 8:13 pm

  Úú.. ég held ég verði að fara að gera svona lista. Ég er með eitt sem ég gerði í Keníu.Missa sig algjörlega úti í grenjandi rigningu (alvöru Afríku-rigningu), koma svo inn og kveikja upp í arninum. Það er æði.Kannski þú hafir prufað svipað í Eþíópíu ;)Ooog ég elska að púsla um jólin, ætli það sé kannski í ættinni!? 🙂

 5. Guðlaug
  December 8, 2008 / 12:37 pm

  Þú ert svo sæt :*Dásamleg orð.

 6. Kristinn
  January 20, 2009 / 2:09 pm

  Ég? :S

 7. Anna Lilja
  January 22, 2009 / 3:26 am

  Þú átt fyrsta sætið á þessum lista ástin mín :*

Leave a Reply

Your email address will not be published.