Jazzing my way through

Það er með trega og tárum sem ég flyt mig um set. Það var engin undankomuleið. Glöggir lesendur hafa eflaust áttað sig á hvers vegna ég vel einmitt daginn í dag til þess að stússast í flutningum. Einfalt. Prófatörnin er við það að hefjast og því tel ég lífsnauðsynlegt að hafa þennan vígvöll orðaflaums og hugsanaflæðis innan seilingar.

Dagurinn í dag hefur einkennst af ritgerðarsmíð. Eitt orð yfir það: Jakk. Það er nánast himneskt að hreiðra um sig hérna, með kaffibolla og kaldar táslur, og gefa textasmíðinni lausan tauminn, laus við lög og reglur. Næstu tvær vikurnar eða svo verða púl. Þær verða streð. Tár munu falla. Þreytan mun berjast fyrir yfirbugun stúdenta. Frelsið verður sífellt innan seilingar. En ég mun ekki bugast. Ég horfi til fjallanna. Smelli mér í mislitu sokkana… I’ll be jazzing my way through.

0
Share:

3 Comments

 1. katrín
  December 1, 2008 / 10:34 am

  það verður að gaman að fylgjast með þér hérna anna mín, á nýjum stað.hafðu það gott í þessari kuldatíð, og ekki læra yfir þig!

 2. Kristín Rut
  December 1, 2008 / 11:33 am

  Veii 😀 ég er mjög hamingjusöm að þú sért farin að blogga aftur! Gangi þér vel í prófatörninni :*

 3. Anonymous
  December 1, 2008 / 5:08 pm

  Aw.. Yndisauki! Mig langar í einn Latte. Við þraukum í gegnum þessa törn 😉 Gangi þér vel!!

Leave a Reply

Your email address will not be published.